Fréttasafn



18. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Erum með 100 ára sögu í að leysa erfið húsnæðismál

Á Vísi er sagt frá því að á fundi SI um íbúðamarkaðinn sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær hafi komið fram í máli Péturs Ármannssonar, arkitekts, að hann vari við því að hverfa til skyndilausna á borð við einingahús til að mæta aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. 

Pétur segir rétt að líta til þeirra hverfa sem byggð hafi verið við sambærilegar aðstæður í gegnum tíðina og læra af reynslunni frekar en að kasta til höndum. „Nú er verið að leita að einhverjum töfralausnum frá útlöndum, einhverjum svona „fiffum“, en ég held að miklu betra og vænlegra til árangurs sé að læra af því hvernig við höfum verið að takast á við þetta. Við erum með 100 ára sögu af því að leysa erfið húsnæðismál í þéttbýli á Íslandi,“ segir Pétur.

Á Vísi er hægt að lesa fréttina í heild sinni.