Fréttasafn



1. jún. 2018 Almennar fréttir

Þarf einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu

Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Þetta kemur meðal annars fram í grein Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, í Fréttablaðinu í dag. 

Húsnæðis- og samgöngumál voru kjósendum hugleikin

Hann segir að það komi ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu muni fjölga um 70 þúsund ef marka megi spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og því fylgi umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag geri enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Þar fari ekki saman hljóð og mynd. 

Öflugt innviðaráðuneyti gott fyrsta skref

Sigurður segir í grein sinni að stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis þurfi að einfalda. „Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.“

Hér er hægt að lesa grein Sigurðar í heild sinni.