Fréttasafn



18. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Byggja þarf 45 þúsund nýjar íbúðir fyrir 2040

Á vef Fréttablaðsins kemur fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum til þess að mæta þörf. Í fréttinni segir að gera megi töluvert betur í uppbyggingu að mati sérfræðinga SI þrátt fyrir vöxt á undanförnum árum. 

Daníel Freyr Birkisson, blaðamaður, vitnar til orða Ingólfs Bender, aðalhagfræðings SI, sem sagði í erindi sínu á fundi samtakanna um íbúðamarkaðinn að þarna þurfi ríki og sveitarfélög að koma saman og velta fyrir sér hvernig á að gera þetta. Á fundinum var farið yfir hvernig íbúðarþörf hefur vaxið hraðar undanfarin ár og benti Ingólfur á í þeim efnum að Íslendingum hefði fjölgað um 10 þúsund á síðasta ári sem sé met. En á sama ári hafi íbúðum fjölgað um rúmlega 1.700 og ef sá fjöldi sé settur í samhengi við mannfjöldaþróun leiði það í ljós að sex af öllum þeim sem fæddust á síðasta ári væru að bítast um eina nýja íbúð.

Á vef Fréttablaðsins er hægt að lesa fréttina í heild sinni.