Fréttasafn



21. ágú. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun

Mestur vöxtur í heilsuvörum fyrir konur

KOLBRÚN HRAFNKELSDÓTTIR er stofnandi hins íslenska lyfjafyrirtækis Florealis. Hún segir aukna heilsumeðvitund á undanförnum árum hafa skapað nýja þörf á lyfjamarkaðinum. „Það hefur orðið bylting varðandi hvernig fólk hugsar um heilsu sína. Meiri áhersla er á aukin lífsgæði og að viðhalda góðri heilsu til lengri tíma. Þessari þörf eru hefðbundnu lyfjafyrirtækin ekki að sinna nægjanlega vel að okkar mati og því hefur myndast gat á markaðinum,“ segir Kolbrún.

Takmarkað aðgengi að fjármagni er ein helsta hindrun framþróunar hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Nauðsynlegt er að skapa betri samfellu í aðgengi að fjármagni og til að tryggja fjölbreytni í atvinnulífinu þarf að huga að því að mismunandi svið hafi aðgang að fjármagni.

Florealis er eina fyrirtækið á Íslandi sem markaðssetur jurtalyf og leggur áherslu á að bjóða lyf í þeim flokkum þar sem þörf er á meðferðarlausnum; ráð við sýkingum án sýkla lyfja eða svefnlyf sem ekki hafa ávanabind andi verkun svo dæmi séu tekin. „Við ætlum okkur að vera virkir þátttakendur í þessari bylgju og bjóðum fólki upp á lyf og lækningavörur við vægum sjúkdómum og óþægindum.“

Vitundarvakning um heilsu kvenna 

Í dag starfa tíu manns hjá félaginu, átta á Íslandi og tveir í útibúi Florealis í Stokkhólmi. Tvö ný lyf eru væntanleg á markað á næstu misserum. „Annars vegar jurtalyfið Pepelia við iðraólgu (Irritable Bowel Syndrome) sem er talinn vera algengasti sjúkdómurinn í meltingarfærum og hrjáir 15–20% fullorðinna einstaklinga. Hins vegar er það jurtalyfið Femonia við fyrirtíða spennu hjá konum (Premenstrual Syndrome) en þrjár af hverjum fjórum konum fá einkenni fyrirtíðaspennu en þau eru misalvarleg,“ segir Kolbrún og lýsir fyrirtíðaspennu sem þöglum sjúkdómi. „Fjöldi einkenna geta komið fram sem tengjast tíðahringnum og hingað til hafa meðferða rúrræði ekki verið til staðar. Stund um eru geðlyf notuð til með höndlunar. Femonia verður góð viðbót við kvenvörulínu Florealis sem nú samanstend ur af jurtalyfi við endurteknum þvagfæra sýk ingum ásamt þremur lækningarvörum til með höndlunar á óþægindum og sýkingum á kynfærasvæði,“ segir hún.

Nýsköpun er ein af meginforsendum hagvaxtar framtíðarinnar og á að vera hluti af okkar menningu. En til að nýsköpun nái að blómstra líkt og hún gæti á Íslandi þarf bæði breytt hugarfar og hugrekki.

 Kolbrún segir mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað hvað varðar heilsu kvenna og er sala heilsuvara í þessum flokki að vaxa einna hraðast á Norðurlöndum. „Konur eiga almennt erfitt með að leita sér hjálpar vegna óþæginda sem tengjast kynfærasvæðinu en einnig reynist þeim stundum erfitt að fá áheyrn og skoðun læknis vegna þessara kvilla sem getur leitt til þess að þær fá ekki rétta greiningu. Florealis er því annt um að opna umræðuna um kynheilsu kvenna, stuðla að aukinni fræðslu og bjóða upp á sterka kvenvörulínu,“ útskýrir Kolbrún.

Mikill vöxtur í kortunum 

Florealis selur vörur sínar á Íslandi, en líka í Svíþjóð. Vörur þeirra eru þó viðurkenndar og leyfðar á öllum Norðurlöndunum. Kolbrún segist stefna á mikinn vöxt á næstu þremur til fimm árum. „Við munum leggja áherslu á að auka veltu á núverandi vörum gegnum núverandi söluleiðir á Íslandi og í Svíþjóð. Á sama tíma munum við fara inn á nýja markaði og bæta við vörusafnið okkar þegar fram líða stundir. Við erum komin langt með undirbúning á inngöngu á finnska markaðinn með sterkum samstarfsaðilum og stefnum að því að hefja sölu í Finnlandi á þessu ári og munum svo fara inn á danska og norska markaðinn í kjölfarið. Við finnum fyrir áhuga frá samstarfsaðilum á fjarlægari mörkuðum en norrænum vörumerkjum með ímynd hreinleika og gæða hefur gengið vel á þessum mörkuðum.“

KolbrunFlorealis_806A6525

Yngstu sprotarnir vanræktir 

Aftur til heimahaga. Kolbrún segir mikla grósku í íslensku nýsköpunarumhverfi og mörg spennandi verkefni séu að líta dagsins ljós. Hún hvetur til aukinnar umræðu um stöðu nýsköpunar, því framtíðin sé sannarlega björt. „Nýsköpun er ein af meginforsendum hagvaxtar framtíðarinnar og á að vera hluti af okkar menningu. En til að nýsköpun nái að blómstra líkt og hún gæti á Íslandi þarf bæði breytt hugarfar og hugrekki,“ segir Kolbrún og heldur áfram.

Florealis er því annt um að opna umræðuna um kynheilsu kvenna, stuðla að aukinni fræðslu og bjóða upp á sterka kvenvörulínu.


„Takmarkað aðgengi að fjármagni er ein helsta hindrun framþróunar hjá nýsköpunar fyrirtækjum. Nauðsynlegt er að skapa betri samfellu í aðgengi að fjármagni og til að tryggja fjölbreytni í atvinnulífinu þarf að huga að því að mismunandi svið hafi aðgang að fjármagni. Til dæmis finnst mér sorglegt að það sé enginn sterkur líftæknisjóður hérlendis þrátt fyrir sterka þekkingu á því sviði.“ 

Hún segir mikilvægt að fjármögnunarúrræði séu til staðar fyrir fyrirtæki á mismunandi þroskastigum. „Það gengur til dæmis ekki að yngstu sprotarnir séu vanræktir og því svíður mér að sjá að framlög til Rannís minnka ár frá ári, en þetta er ein helsta lífæð margra fyrirtækja á sprotastigi. Í dag fær um þriðjungur umsókna með A einkunn hjá Tækniþróunarsjóði styrk. Þarna tel ég að við séum að glata mörgum tækifærum.“

Lífeyrissjóðir gætu gegnt lykilhlutverki 

Á sama tíma segir Kolbrún vaxtarfyrirtækin sem komin eru af sprotastiginu einnig fjársvelt. „Lífeyrissjóðirnir þurfa að hafa öfluga stefnu varðandi hvernig þeir ætli að taka þátt í að byggja upp hugvitsdrifna starfsemi hérlendis, og munu vonandi gegna lykilhlutverki í endurfjármögnun einkareknu vísisjóðanna sem þarf að gerast hratt.“ Hún segir að til viðbótar þurfi að styrkja Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins sem þurfi að standa sem sterkt mótvægi við einkareknu sjóðina, bæði til að tryggja frekari samfellu í sjóðaumhverfinu og þátttöku í fjölbreyttari verkefnum. „Að mínu mati væri nýstofnaður sjóður á vegum hins opinbera, Kría, best nýttur í þessu hlutverki.“

Smá dass af heppni til að allt gangi upp 

Aðspurð um hvað hún myndi vilja segja við frumkvöðla sem nú eru að stíga sín fyrstu skref segir Kolbrún: „Ef þú ert að fara að skapa eitthvað nýtt þarftu að stíga inn í mikla óvissu. Þú átt vonandi eftir að vinna marga sigra og líklega áttu eftir að gera leiðinleg mistök. Fagnaðu sigrunum og lærðu af mistökunum! Til að allt gangi upp þarf smá dass af heppni, en jákvætt viðhorf og þrautseigja getur komið þér langt. Þú verður að brenna fyrir verkefninu. Það er hægt að gera ótrúlega hluti ef maður er að vinna að verkefni sem maður trúir á og fær rétta fólkið til liðs við sig. Florealis er frábært dæmi um það.“

VIÐTAL Ólöf Skaftadóttir

LJÓSMYNDIR Baldur Kristjánsson

Tímarit Samtaka iðnaðarins um nýsköpun.

Timarit-SI_forsida_