Fréttasafn



12. maí 2025 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Ný stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga fór fram í morgun í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum fór Reynir Sævarsson, fráfarandi formaður félagsins, yfir helstu áherslur og störf félagsins á starfsárinu. Meðal helstu áherslumála er uppbygging innviða en félagið auk SI gaf á árinu út þriðju skýrsluna um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi. Skýrslan hefur sem fyrr verið afar mikilvægt innlegg í umræðuna um viðhald og uppbyggingu innviða.

Nína María Hauksdóttir, COWI, fór yfir skýrslu stjórnar Yngri ráðgjafa sem er deild innan FRV. Yngri ráðgjafar leggja áherslu á tengslamyndun starfsfólks innan verkfræðistofanna sem er yngra en 40 ára og að kynna starf ráðgjafarverkfræðinga út á við, þá helst til framhalds- og háskólanema.

Á fundinum voru fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Reyni Sævarssyni, sem áður var formaður, Hirti Sigurðssyni og Gunnari Sverri Gunnarssyni, sem var varamaður í stjórn á starfsárinu, færðar þakkir fyrir afar vel unnin störf í þágu félagsins en þeir hafa allir tekið þátt í stjórnarstarfinu um nokkurra ára skeið. Þá var Sandra Rán Ásgrímsdóttir, COWI, kjörin formaður félagsins til tveggja ára, Ólafur Ágúst Ingason, Eflu, kjörinn meðstjórnandi til tveggja ára og Runólfur Þór Ástþórsson, VSÓ Ráðgjöf, kjörinn varamaður til eins árs. Fyrir í stjórn, til aðalfundar 2026, sitja Bóas Eiríksson, Lotu, Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, Verkís, og Haukur J. Eiríksson, Hnit - Artelia Group.

Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, annaðist fundarstjórn.

Nýkjörin stjórn FRV, talið frá vinstri, Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður, Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, Verkís, Bóas Eiríksson, Lotu, Ólafur Ágúst Ingason, Eflu, Haukur J. Eiríksson, Hnit – Artelia Group, Runólfur Þór Ástþórsson, VSÓ Ráðgjöf.

IMG_5544Sandra Rán Ásgrímsdóttir, COWI, nýkjörinn formaður FRV.

IMG_5559Ólafur Ágúst Ingason, Eflu, nýkjörinn í stjórn FRV.

IMG_5536Nína María Hauksdóttir, COWI, stjórnarmaður í Yngri ráðgjöfum flytur skýrslu YR.

IMG_5517Reynir Sævarsson, Eflu, fráfarandi formaður, flytur skýrslu stjórnar.

IMG_0738Gunnari Sv. Gunnarssyni, COWI, Hirti Sigurðssyni, Mynstru, og Reyni Sævarssyni, Eflu, voru færðar þakkir fyrir afar vel unnin störf í þágu félagsins.