Fréttasafn



13. maí 2025 Almennar fréttir Mannvirki Mannvirki – félag verktaka

Stjórn Mannvirkis - félags verktaka endurkjörin

Stjórn Mannvirkis - félags verktaka var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fór fram 6. maí í Húsi atvinnulífsins en í henni sitja Sigþór Sigurðsson, formaður, Gylfi Gíslason, varaformaður, Einar Hrafn Hjálmarsson, Karl Andreassen og Sveinn Hannesson.

Á fundinum greindi Sigþór Sigurðsson, formaður félagsins, frá helstu áherslumálum, viðburðum og verkefnum sem unnin voru á vettvangi félagsins á starfsárinu. Áhersla var lögð á bætt starfsumhverfi greinarinnar, með áherslu á fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum, sjálfbærni, öryggismál og nauðsynlega uppbyggingu innviða og húsnæðis. Félagið hefur staðið fyrir fjarfundaröð um öryggismál á starfsárinu, í samstarfi við Vinnueftirlitið, og tekið þátt í fjölmörgum öðrum verkefnum og viðburðum er tengjast áherslumálum félagsins. 

Í kjölfar hefðbundinna aðalfundarstarfa áttu félagsmenn samtal við Eyjólf Ármannsson, innviðaráðherra, sem laut einkum að innviðauppbyggingu, nýframkvæmdum og viðhaldi í vegakerfinu.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigþór Sigurðsson, formaður, Karl Andreassen, Einar Hrafn Hjálmarsson, Gylfi Gíslason, varaformaður, Sveinn Hannesson. 

IMG_5293Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, ræddi við verktakana sem sátu fundinn.

IMG_5284

IMG_5292

IMG_5274