Fréttasafn



13. maí 2025 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Blikksmiðja Guðmundar fagnar 50 ára afmæli

Nýverið fagnaði aðildarfyrirtæki Félags blikksmiðjueigenda, Blikksmiðja Guðmundar, 50 ára starfsafmæli og bauð af því tilefni til veglegrar veislu í húsnæði sínu á Akranesi. 

Starfsfólk, birgjar, viðskiptavinir og kollegar fylltu húsið og var gleðin allsráðandi meðal gesta. Eigendur Blikksmiðju Guðmundar vilja færa öllum gestum innilegar þakkir fyrir komuna.

DSCF5902Sævar Jónsson, eigandi Blikksmiðju Guðmundar, bauð gesti velkomna. 

L1002408