Fréttasafn



20. maí 2025 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi

Stjórn MBN heimsækir Jarðböðin

Stjórn Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi, MBN, kynnti sé nýframkvæmdir við Jarðböðin við Mývatn fyrir skömmu. Það er Húsheild/Hyrna ehf sem er félagsmaður MBN sem er aðalverktaki í stækkun Jarðbaðanna. Ólafur Ragnarsson eigandi og forstjóri Húsheild/Hyrnu skipulagði heimsóknina. 

Um er að ræða stóra og flókna framkvæmd þar sem mikið reynir á framkvæmdaaðila. Í heimsókninni kom fram að þrátt fyrir mikið flækjustig væru verkefnin skemmtilegt, sérstaklega vegna þeirra miklu áskorana sem hönnuðir hafi lagt á verktaka og þeir náð að leysa. 

Að heimsókn lokinni var snæddur kvöldverður á Hótel Seli og málin rædd enn frekar.

Stjórn MBN þakkar Húsheild/Hyrna ehf kærlega fyrir frábærar móttökur.

20250514_171217

20250514_181707

20250514_180921

20250514_172550

20250514_180046