Fréttasafn



1. júl. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag byggingarmanna í Vestmannaeyjum

Heimsókn til félagsmanna í Vestmannaeyjum

Fulltrúar SI, þeir Friðrik Á. Ólafsson og Þorgils Helgason, viðskiptastjórar á mannvirkjasviði SI, heimsóttu nokkra félagsmenn SI í Vestmannaeyjum. Þeir skoðuðum meðal annars umfangsmikla uppbyggingu landeldis hjá Laxey. Það var Bjarni Ólafur í Miðstöðinni sem sýndi þeim þessa miklu framkvæmd.

Einnig heimsóttu Friðrik og Þorgils formann Félags blikksmiðjueigenda, Stefán Lúðvíksson í Eyjablikk. Á fundi þeirra var rætt  um stöðuna í Vestmannaeyjum og framtíðarhorfur. Stefáni var færð brúðkaupsgjöf frá SI ásamt óskum um farsælt hjónaband en hann kvæntist viku áður.

Að lokum tóku þeir Friðrik og Þorgils hús á Þórði í Trélist sem sýndi listilega endurbætur á eldra húsi og framkvæmdir við höfnina fyrir Vestmannaeyjabæ.

Valþór, Friðrik Á. Ólafsson og Bjarni Ólafur hjá Miðstöðinni.

2_1751019933456

3_1751019952445

4_1751019993651Þorgils Helgason afhendir hér Stefáni Lúðvíkssyni í Eyjablikk brúðkaupsgjöfina.