Ný stjórn Meistarafélags húsasmiða
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Meistarafélags húsasmiða, MFH, sem fór fram í Húsi atvinnulífsins 6. maí síðastliðinn. Góð mæting var á fundinn en um 30 félagsmenn skráðu sig til leiks. Aðalfundarstörf fóru fram með hefðbundnum hætti.
Stjórn félagsins tók þeim breytingum að Hilmar Páll Marinósson kom inn í aðalstjórn úr varastjórn og Birkir Örn Arnarson kom í hans stað í varastjórn félagsins. Í nýrri stjórn eru eftirtaldir: Jón Sigurðsson, formaður, Bergur Ingi Arnarsson, varaformaður, Pétur Þórarinsson, gjaldkeri, Hjörleifur Einar Árnason, ritari, Hilmar Páll Marinósson, meðstjórnandi. Varamenn eru Reynir Gylfason, Daníel Steinarr Jökulsson og Birkir Örn Arnarson.