Fréttasafn



14. maí 2025 Almennar fréttir Mannvirki Málarameistarafélagið

Nýir meistarar boðnir velkomnir í Málarameistarafélagið

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Málarameistarafélagsins, MMF, sem fór fram í Húsi atvinnulífsins 8. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn var vel sóttur af félagsmönnum og fór fram með hefðbundnu sniði.

Í nýrri stjórn félagsins eru Kristján Aðalsteinsson, formaður, Ólafur Höskuldsson, Gísli Guðmundsson, Jón Vilberg Magnússon og Carl Jóhann Gränz. Varamenn eru Björgvin Björgvinsson, Ægir Garðar Gíslason og Örn Unnarsson.

Að loknum aðalfundarstörfum var nýjum meisturum í málaraiðn boðið til kvöldverðar með félaginu. 18 nýir meistarar og meistaranemar mættu og spjölluðu við félagsmenn. Í útskriftargjöf veitti Kristján Aðalsteinsson, formaður MMF, þeim árs-aðild að Málarameistarafélaginu sem hægt er að innleysa við útskrift. 

IMG_8939

IMG_8940

IMG_8941