Stjórn Félags blikksmiðjueigenda endurkjörin
Stjórn Félags blikksmiðjueigenda var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem var haldinn 30. apríl síðastliðinn. Í stjórn félagsins eru Stefán Þ. Lúðvíksson, formaður, Hallgrímur Atlason, Sigurrós Erlendsdóttir, Jónas Freyr Sigurbjörnsson, Gauti Fannar Gestsson, Sveinn Finnur Helgason, varamaður, og Jóhann Helgason, varamaður.
Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum og daginn eftir hélt tæplega 50 manna hópur í árshátíðarferð félagsins til Zagreb. Myndirnar eru frá árshátíðarkvöldi félagsins sem haldið var á 17. hæð með útsýni yfir borgina.