Stjórn Samtaka arkitektastofa endurkjörin
Aðalfundur Samtaka arkitektastofa, SAMARK, fór fram í Húsi atvinnulífsins 22. maí. Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hófust lýstu Viggó Magnússon hjá Arkís, Kristján Örn Kjartansson hjá KRADS og Þórarinn Malmquist hjá Tendru reynslu sinni af rekstri verkefna og stofa erlendis.
Á fundinum fór Halldór Eiríksson, formaður SAMARK, yfir skýrslu stjórnar og greindi frá helstu verkefnum og viðburðum starfsársins. Kosið var um þrjú stjórnarsæti og voru sitjandi stjórnarmenn, Ásta Birna Árnadóttir, Freyr Frostason og Þorvarður Lárus Björgvinsson endurkjörin til tveggja ára. Fyrir í stjórn til aðalfundar 2026 eru Halldór Eiríksson, formaður, og Þórhildur Þórhallsdóttir. Stjórnin var því endurkjörin en Kristján Örn Kjartansson og Inga Rut Gylfadóttir voru kjörin ný í sæti varamanna í stjórn til eins árs. Þá var Helgi Már Halldórsson kosinn skoðunarmaður félagsins til næstu tveggja ára.
Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, annaðist fundarstjórn.
Viggó Magnússon, Arkís.
Þórarinn Malmquist, Tendra.
Kristján Örn Kjartansson, KRADS.
Halldór Eiríksson, formaður SAMARK.