Pípulagningameistarar innan SI heimsækja First Water
Starfsgreinahópur pípulagningameistara innan SI heimsótti First Water fyrir skömmu. Þar tók á móti þeim Ólafur Steinar Þormar, verkefnastjóri framkvæmdadeildar First Water, sem kynnti starfsemina. Auk þess fengu pípulagningameistararnir tækifæri til að ganga um verkstað og skoða svæðið. First Water sem var stofnað árið 2017 er að byggja hátæknivædda landeldisstöð fyrir Atlantshafslax í Þorlákshöfn. Verkefnið verður unnið í sex áföngum og er framkvæmdir á fyrsta áfanga þegar hafnar. Hver áfangi mun framleiða 8.300 tonn af heilum og slægðum laxi á ári.
Eftir heimsóknina til First Water fóru meistararnir til Hveragerðis í bjórsmakk og pizzaveislu hjá Ölverk Brugghúsi.
Ólafur Steinar Þormar, verkefnastjóri framkvæmdadeildar
First Water.