Fréttasafn



19. maí 2025 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Fjölmennur fundur Sart með HMS og Veitum

Samtök rafverktaka, Sart, stóðu fyrir fjölmennum félagsfundi um stöðu og framtíðarhorfur miðlægrar rafmagnsöryggisgáttar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, og fyrirhugaðra nýrra veflausna dreifiveitna á rafrænum þjónustubeiðnum. Fundinum stýrði Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Sart.

Framsögu á fundinum fluttu Valgerður Sigurðardóttir vörustjóri og Óskar Frank Guðmundsson sérfræðingur frá HMS og frá Veitum voru það Brynja Ragnarsdóttir forstöðukona þjónustu, Rakel Rós Sveinsdóttir deildarstjóri framkvæmda þjónustu, Jón Trausti Kárason forstöðumaður rafveitu og Helgi Guðjónsson deildarstjóri reksturs rafveitu sem kynntu nýtt viðmót sem á að taka á móti þjónustubeiðnum rafverktaka.

Auk fulltrúa HMS og Veitna voru fulltrúar Rarik og HS Veitna á fundinum og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.

Fundinn sóttu tæplega 70 félagsmenn Sart en þar að auki voru tæplega 30 félagsmenn sem fylgdust með streymi frá fundinum.

Pétur H. Halldórsson formaður Sart sleit fundinum og þakkaði fundarmönnum og gestum fyrir komuna.

Pétur H. Halldórsson, formaður Sart.

Kristjan-DKristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Sart.

HMSValgerður Sigurðardóttir og Óskar Frank Guðmundsson frá HMS.

VeiturBrynja Ragnarsdóttir, Rakel Rós Sveinsdóttir  og Helgi Guðjónsson frá Veitum.

Veitur2