Fréttasafn



13. maí 2025 Almennar fréttir Félag skrúðgarðyrkjumeistara Mannvirki

Nýsveinar boðnir velkomnir í Félag skrúðgarðyrkjumeistara

Aðalfundur Félags skrúðgarðyrkjumeistara fór fram 29. apríl síðastliðinn. Stjórn félagsins var endurkjörin og að loknum aðalfundarstörfum bauð félagið nýsveinum í skrúðgarðyrkju til kvöldverðar og afhenti þeim aðild að félaginu til eins árs.

Að kvöldverði loknum hélt Arnar frá Leiktæki og sport kynningu á vöruúrvali fyrirtækisins.

Nýsveinar í Félagi skrúðgarðyrkjumeistara, talið frá vinstri, Helena Stefánsdóttir, Ólafur Þórir Auðunsson, Hrafnkell Erik Guðjónsson, Hannes Arnarson, Ólafur Sverrir Gunnarsson, Hjalti Andrésson og Árný Guðfinnsdóttir.