Clean Tech Iceland - Samtök fyrirtækja í grænni tækni

Clean Tech Iceland er samstarfsvettvangur fyrirtækja í grænni tækni og starfa samtökin sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Clean Tech Iceland hefur það að markmiði að auka vöxt fyrirtækja sem starfa að umhverfisvænum tæknilausnum.

Clean Tech Iceland

Samtök fyrirtækja í grænni tækni - Clean Tech Iceland - voru stofnuð 1. júní 2010 og starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Í samtökunum eru fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Þau eru vettvangur fyrir aðila í þessum geira til að koma saman og bera saman bækur sínar og læra hver af öðrum, byggja upp tengslanet og nýta sér tengslanet hvors annars um leið og mótuð er skýr ásýnd á græn fyrirtæki hér á landi. Áherslurnar liggja á mörgum sviðum einkum í markaðsmálum, menntamálum, varðandi fjármögnun, þátttöku í norrænu starfi og að vera stjórnvöldum til stuðnings við stefnumótun. 

Tækniþróun er lykilorð í umhverfismálum. Það er kallað eftir umhverfisvænni tækni á öllum sviðum. Margar þjóðir líta á það sem nauðsyn að leggja fé í tækni og þróun á þessu sviði, til að sitja ekki eftir í nýrri tæknibylgju. Ríki heims keppast við að byggja upp hjá sér græna tækni m.a. á sviði orkumála, auðlindanýtingar og úrgangsmála. Endurnýjanlegir orkugjafar og orkunýtni eru áberandi, enda ljóst að ef markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda eiga að nást verður að gera breytingar í orkumálum.

Nú er farið að fjalla um fyrirtæki sem vinna að því að þróa umhverfisvænni tækni sem atvinnugrein út af fyrir sig. Þetta er við fyrstu sýn sundurleitur hópur en það sem fyrirtækin eiga sameiginlegt er að þau vinna að tækni sem er umhverfisvænni en hefðbundnar lausnir. Orkumál eru fyrirferðamikil, enda stendur orkunotkun á bak við stóran hluta þeirra gróðurhúsalofttegunda sem losnar vegna mannlegra athafna. Önnur fyrirtæki huga að úrgangsmálum eða bættri hráefnanotkun.

Tengiliður hjá SI: Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði, larus@si.is.

Stjórn

Starfsreglur

Fyrri stjórnir



Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.