Málmur - samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins
Tilgangur Málms er að vinna að hagsmunum aðildarfyrirtækja og efla samkeppnishæfni þeirra og arðsemi
Frá 1992 hefur félagið starfað undir nafninu Málmur – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði og árið 1993 komu þau að stofnun Samtaka iðnaðarins í gegnum Samband Málm og skipasmiðja. Félagið hefur það að markmiði að auka vöxt og vegsemd málmiðnaðarins, meðal annars með aukinni framleiðni og skýrri menntastefnu innan greinarinnar.
Málmiðnaður er tæknigrein framtíðarinnar og ljóst að framtíðin er björt – ef rétt er staðið að málum. Þar skiptir mestu máli að nýta þekkingu og hæfni til að komast í fremstu röð. Slíkt krefst skipulegrar og markvissrar vinnu innan samtakanna sem og í fyrirtækjunum.
Tengiliður hjá SI: Guðrún Birna Jörgensen, gudrunbj@si.is