Samtök fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni - SLH

Samtök fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni voru stofnuð árið 2019.

SLH-logo1Samtök fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni, SLH, voru stofnuð árið 2019 við samruna Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja, SÍL, sem voru stofnuð í maí 2004 og Samtaka heilbrigðisiðnaðarins, SHI, sem voru stofnuð í janúar 2011. Samtök líf- og heilbrigðistækifyrirtækja á Íslandi eru hluti af Samtökum iðnaðarins.

· Líf- og heilbrigðistækni mótar umhverfi og líf okkar í nútíð og framtíð. Við mörkum stefnuna til að ná farsælum árangri þar að lútandi

· Við sköpum jákvætt umhverfi sem hvetur til vaxtar og hjálpar líf- og heilbrigðistæknifyrtækjum að tengjast nýjum viðskiptavinum um heim allan

· Við ráðleggjum stjórnvöldum og höfum þannig áhrif á stefnu og reglur

· Við hlúum að tæknimenntun þar sem framtíð okkar byggir á mannauði með menntun á því sviði

· Við leggjum áherslu á eflingu nýsköpunarumhverfisins á Íslandi

Tengiliður hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is. 

Stjórn SLH


Stjórn kjörin 2023

  • Marta Blöndal, ORF líftækni, formaður
  • Arna Harðardóttir, Origo
  • Ásdís Jóhannesdóttir, Össur
  • Benedikt Stefánsson, Alvotech
  • Finnur Einarsson, EpiEndo Pharmaceuticals
  • Klara Sveinsdóttir, Kerecis
  • Kristján Gunnarsson, ArcanaBio
  • Matthías Leifsson, Leviosa

Stjórn kjörin 2022

  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, Kerecis, formaður
  • Benedkt Stefánsson, Alvotech
  • Finnur Einarsson, EpiEndo Pharmaceuticals
  • Hulda Hallgrímsdóttir, Össur
  • Marta Blöndal, ORF Líftækni

Ársskýrsla 20219-2022

Stjórn kjörin 2019

  • Björn Örvar hjá ORF Líftækni
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis
  • Jón Valgeirsson hjá Alvotech
  • Kim De Roy hjá Össuri
  • Reynir Scheving hjá Zymetech 

 

Starfsreglur SLH

 

Starfsreglur Samtaka líf-og heilbrigðistæknifyrirtækja

1.gr

Samtök fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni SLH, starfa innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur í heilbrigðisiðnaði og líftækni.

2.gr

Markmið SLH er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum íslenskra fyrirtækja á sviði líf- og heilbrigðistækni.

3.gr

Aðild geta aðeins átt fyrirtæki sem eru aðilar að SI og starfa á sviði líf- og heilbrigðistækni.

4.gr

Stjórn SLH skipa þrír til átta menn, formaður og tveir til sjö meðstjórnendur. Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn, en helmingur meðstjórnenda árlega til tveggja ára í senn. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn en þeir skulu þó ekki sitja lengur en sex ár í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum.

5.gr

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda í samráði við tengilið hópsins innan Samtaka iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir. Formaður skal þó boða stjórnarfund ef stjórnarmaður krefst þess.

6.gr

Stjórnarfundir SLH skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi.

7.gr

Aðalfundur skal haldinn árlega, fyrir lok desember. Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti, með minnst 14 daga fyrirvara. Aðeins þeir félagar sem senda fulltrúa á aðalfund hafi atkvæðisrétt.

8.gr

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosinn fundarstjóri.

2. Kosinn ritari fundarins.

3. Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs.

4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.

5. Kosning stjórnar:

a) Formaður til eins árs.

b) Tveir til fjórir meðstjórnendur til tveggja ára.

6. Lýst stjórnarkjöri.

7. Önnur mál.

9.gr

Einfaldur meirihluti ræður við atkvæðagreiðslu á aðalfundi. Allir fullgildir aðilar að starfsgreinahópum hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði.

10.gr

Til aukaaðalfundar er hægt að boða ef 2/3 félagsmanna fara fram á það við stjórn félagsins. Þá verði hann haldinn eigi síðar en 30 dögum eftir að stjórnin fær beiðni þess efnis.

11.gr

Aðalfundur hefur heimild til að breyta starfsreglum þessum, að því tilskyldu að tillögur til breytinga hafi fylgt aðalfundarboði og til fundarins hafi verið löglega boðað.

Starfsreglur þessar voru samþykktar á stofnfundi samtakanna árið 2019 og uppfærðar á aðalfundi 2023.