Vetnis- og rafeldsneytissamtökin - VOR
Tilgangur VOR er að mynda öflugan faghóp fyrirtækja í vetnis- og rafeldsneytisstarfsemi gagnvart stjórnvöldum sem hvetur til stuðnings við rannsóknir, þróun og framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti.
Vetnis- og rafeldsneytissamtökin voru stofnuð 18. nóvember 2021 og starfa sem starfsgreinahópur innan SI. Innan samtakanna eru fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni með framleiðslu og/eða tækniþróun er viðkemur vetni og rafeldsneyti. Samtökin er vettvangur fyrir aðila í þessum geira til að vinna að framþróun þessara mála og læra hver af öðrum, byggja upp tengslanet og nýta sér tengslanet hvors annars um leið og mótuð er skýr ásýnd á græna eldsneytisframleiðslu hér á landi, hvort sem um er að ræða framleiðslu á innlenda notkun eða til útflutnings á eldsneyti eða hugviti á því sviði. Áherslurnar liggja á mörgum sviðum: markaðsmálum, mennta- og upplýsingamálum, fjármögnun og styrkjaumhverfi, þátttöku í alþjóðlegu starfi og að vera stjórnvöldum innan handar við stefnumótun. Að sama skapi eru samtökunum ætlað að veita stjórnvöldum aðhald þegar kemur að laga- og reglusetningu sem og innleiðingu á alþjóðlegum reglum og stöðlum á sviði eldsneytisframleiðslu.
Hér er hægt að nálgast fundargerð stofnfundar 18. nóvember 2021.
Tengiliður hjá SI:Tengiliður hjá SI: Guðný Hjaltadóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, gudnyh@si.is