Blikksmiðurinn hf.

D-vottun gildir til 04.09.2019

Blikksmiðurinn var stofnaður 1985 og var starfsemin fyrstu árin að Vagnhöfða í Reykjavík, en flutti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar að Malarhöfða 8 í Reykjavík. Húsnæði félagsins er mjög rúmgott og vel tækjum búið. Blikksmiðurinn með um 35 starfsmenn og hefur vaxið á undanförnum árum. Áherslur félagsins eru á almenna blikksmiðavinnu, s.s. nýsmíði loftræstikerfa, viðhald loftræstikerfa og smíði á utanhúsklæðingum. Blikksmiðurinn hf. leggur áherslu á heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína og hefur bæði tæknideild og þjónustudeild innan fyrirtækisins til viðbótar við blikksmiðju.