Eyjablikk ehf.

D-vottun gildir til 19.5.2022

  • Eyjablikk

Eyjablikk ehf. var stofnað árið 1997 af Ísloft blikk- og stálsmiðju og hjónunum Stefáni Þ. Lúðvíkssyni og Andreu Elínu Atladóttur en hefur alfarið verið í eigu þeirra frá árslokum 2009. 
Fyrirtækið er í 400 m2 eigin húsnæði að Flötum 27 í Vestmannaeyjum  og er allur aðbúnaður fyrir starfsmenn afar góður. Eyjablikk er alhliða blikk- og stálsmiðja sem þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga. Verkefni eru fjölbreytt og má þar nefna loftræstikerfi, einangrun og klæðningar á hita og frystilögnum, flasningar, ryðfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum, færiböndum og körum fyrir sjávarútveginn. Kjörorð starfsfólks Eyjablikks er; "Við kappkostum að sinna þeim verkum sem okkur hefur verið falið af kostgæfni og með bros á vör.
Eyjablikk ehf.