G. Skúlason ehf.

D-vottun gildir til 18.06.2018

  • G_Skulason

G. Skúlason vélaverkstæði ehf. vinnur að málmsmíði, málmvörugerð og vélasmíði, jafnt viðgerðir sem nýsmíði. Verkefni hafa frá upphafi aðallega verið þjónusta við sjávarútveg. 

Rekstur verkstæðisins hófst árið 1987. Árið 1997 var rekstrinum breytt í einkahlutafélag og 2002 var rekstur vélaverkstæðis Síldarvinnslunnar sameinaður við G. Skúlason jafnframt því sem fyrirtækið Sandblástur keypti sig inn í fyrirtækið. 2003 var Vélaverkstæði Björns og Kristjáns keypt og einnig 1000 fermetra iðnaðarhúsnæði á Reyðarfirði þar sem hefur verið vaxandi þjónusta við jarðvinnu og byggingaverktaka. Í byrjun árs 2008 seldi G. Skúlason starfstöð sína á Reyðarfirði til dótturfélags síns Launafl.
G. Skúlason efh.