Liturinn ehf

D- vottun gildir til 11.11.2018 

  • Liturinn

Liturinn er alhliða málningarverktakafyrirtæki með mikla reynslu í málun innan- sem utanhús og með mikla sérþekkingu í málun málma. Liturinn var upprunalega stofnað 1. janúar 1997 sem G.Helgason ehf.  af feðgunum og málarameisturunum Guðmundi Helgasyni og Má Guðmundsyni en áður hafði Guðmundur rekið fyrirtækið undir eigin nafni. 

Árið 1999 yfirtóku Már Guðmundsson og Björg Sigmundsdóttir reksturinn að fullu og hafa rekið fyrirtækið síðan. Nafni fyrirtækisins var síðan breytt í Liturinn ehf um ármótin 2015 og 2016. 
Í gæðastefnu fyrirtækisins stendur m.a. „Stefna fyrirtækisins er að bjóða vandaða þjónustu á samkeppnishæfu verði, skila góðu verki á umsömdum tíma og hafa yfir að ráða hæfasta starfsfólki á hverjum tíma.“