Ljósgjafinn ehf.
D - vottun gildir til 01.06 2018
Ljósgjafinn er öflugt rafverktakafyrirtæki á Akureyri sem leggur ríka áherslu á heildarlausn í öllu því sem snýr að rafmagni og raftæknibúnaði. Ásamt því að sinna öllum almennum raflögnum býr Ljósgjafinn einnig yfir öflugu rafeindaverkstæði og tæknideild sem sinnir sérhæfðum verkefnum s.s. forritun og hönnun iðntölvustýringa, skjámyndakerfa, teikninga, loftræsinga og hitastýringa. Ljósgjafinn sinnir jafnframt vettvangsþjónustu fyrir Símann og Posaþjónustu fyrir Valitor á Eyjafjarðasvæðinu.