Snókur verktakar ehf.

C-vottun gildir til 27.06 2018

  • Snokur

Snókur verktakar ehf. var stofnað 1. maí 2006 af Einari P. Harðarsyni og sonum hans, Hrafni Einarssyni og Kristmundi Einarssyni.  Starfsemi fyrirtækisins er að Höfðaseli 1, Akranesi.  Grunnur fyrirtækisins nær aftur nokkra áratugi, en Einar Pétur hefur alla tíð verið verktaki á sviði vélaverktöku. Snókur verktakar ehf. var stofnað þegar synir Einars ákváðu að koma að fullum þunga inn í reksturinn.  Þar starfa í dag 8 manns.  Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki á vélaverktakasviði, en hefur á að skipa góðum tækjaflota sem leigt er út með vélamönnum.  Fyrirtækið er jafnframt í jarðverktakastarfsemi ásamt því að reka sandblástursklefa og eigið verkstæði.