SS Byggir ehf.

D-vottun gildir til 09.04 2018

  • SS-Byggir-vef

SS Byggir var stofnað 16. mars 1978. Verkefnin fyrstu árin voru aðallega einbýlishús og raðhús og starfsmenn 4 – 6. Um miðjan 9. áratuginn var svo ráðist í byggingu 54 íbúða sölublokkar við Hjallalund. Þetta var langstærsta verkefni sem SS Byggir hafði ráðist í og í fyrsta skipti sem byggt var bílastæðahús á Akureyri. 

Eftir 1990 og fram til dagsins í dag hefur verið meira um stærri framkvæmdir eins og skóla, sjúkrahús, íþróttahús og skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þessar stóru framkvæmdir hafa kallað á fleira starfsfólk, aukinn tækjabúnað og bætta gæðastjórnun. Umsvif fyrirtækisins hafa stóraukist, þar starfa nú um 50 manns auk fjölda undirverktaka.
SS Byggir ehf.