Mannauður
Samtök iðnaðarins beita sér fyrir umbótum í mannauð landsmanna þar sem stefnt er að því að menntakerfið leiði saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins á skilvirkan og hagkvæman hátt.
Stefna stjórnar fyrir málaflokkinn
Framtíðarsýn stjórnar Samtaka iðnaðarins felst í því að mannauður Íslands sé samkeppnishæfur á við það sem best gerist á alþjóðavísu og menntakerfið hafi þróast með þeim hætti að það leiði saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins á skilvirkan og hagkvæman hátt. Byggt er á hagnýtingu færnispáa, atvinnustefnu og markvissu þróunarstarfi. Menntakerfið ræktar þekkingu, leikni og hæfni einstaklinga og styður þannig við efnahagslega velmegun og lífsgæði einstaklinga.SI beitir sér fyrir fjölgun iðnmenntaðra
Markmið
20% grunnskólanema velji starfsmenntun í framhaldsskóla árið 2025 og 30 2030Leiðir að markmiði
Ímyndarvandi náms og starfa
- Unnið sé að því að starfsnám og bóknám sé metið til jafns í lögum.
- Vinna gegn ímyndarvanda iðnnáms og iðnstarfa m.a. með því að nota sterkar fyrirmyndir til að kynna fjölbreytileika starfsnámsins.
- Fjalla um mikilvægi starfsmenntunar fyrir þjóðfélög.
Grunnskólinn
- Auka veg list og verkgreina í grunnskólum og tryggja að skólar fylgi viðmiðum um list og verkgreinar á hverjum tíma.
- Endurskoða nám til kennsluréttinda fyrir þá sem kenna list og verkgreinar.
- Auka áherslu á starfs og námskynningar í grunnskólum sem endurspegla starfsnám jafnt sem bóknám.
Framhaldsskóli
- Samfella verður að vera í námi úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og aukin áhersla lögð á sameiginlegan námsgrunn sem nýtist bæði í iðnnámi og bóknámi.
- Tryggja að næg tækifæri séu til framgangs að námi loknu fyrir m.a. að leiðin í háskólana sé greið.
- Endurskoða skyldi nám til kennsluréttinda fyrir þá sem kenna iðngreinar.
SI beitir sér fyrir hugvitsdrifnu hagkerfi
Markmið
Hlutfall brautskráðra á háskólastigi í STEM greinum verði 25 árið 2025.Leiðir að markmiði
STEM greinar
- Að forritun sé tekin inn í námsskrá grunnskóla í meiri mæli en hefur verið og kennsla í raun og tæknigreinum sé efld.
- Skilgreina ný viðmið í kennaramenntun í raun og tæknigreinum og leita leiða til að lækka meðalaldur kennarastéttarinnar.
Færni framtíðar
- Að menntakerfið frá yngstu stigum styðji við markmið um nýsköpun og hugvitsdrifið hagkerfi.
- Að aukin sé áhersla á færni framtíðar í starfi grunnskóla og framhaldsskóla t a m félagsfærni, lausnamiðuð hugsun, samskipti og samstarf.
- Að mannauðurinn sé samkeppnishæfur á við önnur lönd þegar kemur að getu til nýsköpunar.
SI beitir sér fyrir fjölgun menntunarúrræða
Markmið
Að fjölga menntunarúrræðum fyrir starfandi á vinnumarkaði í dagLeiðir að markmiði
Endurmenntun
- Að regluverk fullorðinsfræðslu og endurmenntunar sé endurskoðað.
- Gera þarf fleirum kleift að bjóða upp á endurmenntun og aukið svigrúm og sveigjanleiki sé í kerfinu þar sem ljóst sé að þróun næstu áratuga muni breyta eðli starfa á vinnumarkaði.
Raunfærnimat
- Að raunfærnimat sé eflt á framhalds og háskólastigi.
- Að raunfærnimat á íslensku og erlendum tungumálum sé í boði fyrir sem flesta sem leið inn á framhalds- og háskólastig.
- Að erlent starfsfólk hafi kost á raunfærnimati og fjarnámi vegna bóklegs náms í meiri mæli.
Fagháskólastigið
- Að framhalds og háskóli vinni að því að koma á fót fagháskólastigi með atvinnutengd lokamarkmið.
- Stofnun fagháskólastigs sé gerð í samstarfi atvinnulífs og skóla.
SI beitir sér fyrir almennum umbótum
Markmið
Að styðja við önnur áherslumál og minnka færnimisræmi á vinnumarkaði.Gæði kennslu
- Að kennaranám sé endurskoðað með það að markmiði að stytta námið í þrjú ár auk eins árs launaðs starfsnáms. Laða verður að ungt fólk í stéttina.
- Að áhersla á innra og ytra gæðamat í skólastarfi sé aukin, þetta á aðallega við um grunnskólann.
Færniþörf og færnispá
- Að vinna við færniþörf og færnispá á vinnumarkaði fari í formlegt ferli fyrir landið allt og einstaka landshluta.
- Að unnið sé að markvissri innleiðingu hæfniramma um íslenska menntun með áherslu á hæfniviðmið starfa. Einnig verður að stórauka upplýsingaöflun um íslenska menntakerfið með alþjóðlegan samanburð í huga.