Félag húsgagna- og innréttinga­framleiðenda

Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins

Tilgangur félagsins er að efla samstöðu og gæta hagsmuna félagsmanna sem og að vera málsvari iðnaðarins gagnvart almenningi, öðrum hagsmunasamtökum og hinu opinbera. Þá leggur félagið áherslu á að stuðlað sé að vandaðri framleiðslu og framförum í greininni og menntamálum

Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Rétt til aðildar að Félagi húsgagn- og innréttingaframleiðenda eiga þau skrásett fyrirtæki sem starfa í húsgagna- og innréttingaiðnaði og meistarar, sem reka sjálfstætt húsgagna- og eða innréttingaverkstæði. Að auki halda rétti sínum þeir meistarar, sem voru félagsmenn fyrir nafnbreytingu félagsins og ekki fullnægja ofangreindum skilyrðum.

Félagið er málsvari félagsmanna gagnvart almenningi, öðrum hagsmunasamtökum og hinu opinbera. Þau hafa það meðal annars að markmiði að efla samstöði innan stéttarinnar og gæta hagsmuna húsgagna- og innréttingafyrirtækja í því er iðngreinina varðar. 

Vefsíða FHIF:  https://fhif.is/

Tengiliður hjá SI: Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, elisa@si.is.

Stefna

Markmið og tilgangur félagsins er:

  • Að safna öllum húsgagna- og innréttingfyrirtækjum landsins í einn félagsskap, efla samstöðu og gæta hagsmuna þeirra í því, er iðngreinina varðar.
  • Að samræma afstöðu félagsmanna til starfsfólks, er þeir hafa í þjónustu sinni og tryggja sem best vinnufrið við húsgagna- og innréttingaframleiðslu.
  • Að vera félagsmönnum vettvangur um allt, er snertir atvinnurekstur þeirra.
  • Að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi, öðrum hagsmunasamtökum og hinu opinbera.
  • Að stuðla að vandaðri framleiðslu og framförum í iðngreininni í hvívetna.
  • Að vinna að bættri menntun innan starfsgreinarinnar.

 

Stjórn 

2023

  • Jónas Kristinn Árnason, formaður
  • Svandís Edda Halldórsdóttir, meðstjórnandi
  • Örn Þór Halldórsson, meðstjórnandi
  • Guðmundur Ásgeirsson, meðstjórnandi
  • Halldór Gíslason, meðstjórnandi
  • Hrafn Ingimundarson, varamaður
  • Sigurður R. Ólafsson, varamaður
  • Tómas B. Þorbjörnsson, varamaður 

Aukaaðalfundur 17. nóvember 2022

  • Jónas Kristinn Árnason, formaður
  • Eyjólfur Eyjólfsson
  • Guðmundur Ásgeirsson
  • Halldór Gíslason
  • Sigurður Ólafsson
  • Gylfi Guðmundsson
  • Jóhann Hauksson
  • Tómas Þorbjörnsson 

2022

  • Eyjólfur Eyjólfsson, formaður
  • Guðmundur Ásgeirsson
  • Halldór Gíslason
  • Jónas Kristinn Árnason
  • Sigurður Ólafsson
  • Gylfi Guðmundsson
  • Jóhann Hauksson
  • Tómas Þorbjörnsson 

2021

  • Eyjólfur Eyjólfsson, formaður
  • Guðmundur Ásgeirsson
  • Halldór Gíslason
  • Sigurður Ólafsson
  • Þorleifur Magnússon
Varamenn:
  • Gylfi Guðmundsson
  • Jóhann Hauksson
  • Tómas Þorbjörnsson 

2020

  • Eyjólfur Eyjólfsson, formaður
  • Þorleifur Magnússon
  • Jóhann Hauksson
  • Guðmundur Ásgeirsson
Varamenn:
  • Gylfi Guðmundsson
  • Tómas Þorbjörnsson
  • Sigurður Ólafsson

2018

  • Guðmundur Ásgeirsson
  • Eyjólfur Eyjólfsson
  • Reynir Sýrusson
  • Jóhann Hauksson 
  • Arnar Aðalgeirsson

2017

  • Guðmundur Ásgeirsson, formaður 
  • Arnar Aðalgeirsson 
  • Jóhann Hauksson 
  • Ágúst Magnússon 
  • Elísabet Eyjólfsdóttir 
  • Gísli Jónsson 
  • Árni I. Garðarsson 
  • Tómas Þorbjörnsson

Lög

Lög félags húsgagna og innréttingaframleiðenda

1. gr.
Félagið heitir Félag- húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur félagsins er:
1. Að safna öllum húsgagna- og innréttingfyrirtækjum landsins í einn félagsskap, efla samstöðu og gæta hagsmuna þeirra í því, er iðngreinina varðar.
2. Að samræma afstöðu félagsmanna til starfsfólks, er þeir hafa í þjónustu. sinni og tryggja sem best vinnufrið við húsgagna- og innréttingaframleiðslu.
3. Að vera félagsmönnum vettvangur um allt, er snertir atvinnurekstur þeirra. 4. Að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi, öðrum hagsmunasamtökum og hinu opinbera.
5. Að stuðla að vandaðri framleiðslu og framförum í iðngreininni í hvívetna.
6. Að vinna að bættri menntun innan starfsgreinarinnar.

3. gr. Í félaginu geta verið:
a. Þau skrásett fyrirtæki sem starfa í húsgagna- og innréttingaiðnaði.
b. Meistarar, sem reka sjálfstætt húsgagna- og eða innréttingaverkstæði
c. Þeir meistarar, sem voru félagsmenn fyrir nafnbreytingu félagsins og ekki fullnægja ofangreindumskilyrðum, halda sínum rétti áfram.

4. gr. Atkvæðisréttur
Rétt til setu á félags- og aðalfundum hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna. Hafa þeir allir tillögurétt og málfrelsi, en atkvæðisrétt hefur aðeins einn fyrir hvert fyrirtæki.

5. gr. Inntaka
Umsókn um inntöku í félagið skal senda skriflega á þartilgerðu eyðublaði til formanns félagsins og skulu fylgja inntökubeiðninni skilríki, er sýni að umsækjandi fullnægi skilyrðum 3. greinar fyrir inntöku. Formaður skal innan tveggja vikna boða til stjórnarfundar, sem ákveður hvort umsækjanda skuli veitt inntaka í félagið. Stjórnin skal síðan tilkynna umsækjanda málalok.

Félagið á aðild að Samtökum iðnaðarins („SI“) og Samtökum atvinnulífsins („SA“). Aðild að félaginu felur jafnframt í sér aðild að SI og SA með þeim réttindum og skyldum sem kveðið er á um í lögum þeirra.

6. gr. Úrsögn/brottvikning

Heimilt er að segja sig úr félaginu með skriflegri tilkynningu með sex mánaða fyrirvara. Þó má hvorki segja sig úr félaginu né fara úr því, meðan vinnudeila, sem snertir félagið, stendur. 

Stjórn félagsins getur ákveðið brottvikningu úr félaginu vegna vangreiðslu félagsgjalda eða annarra brota á lögum félagsins. Brottvikningu skal ávallt bera undir næsta félagsfund, og skal hún talin fullgild, ef 2/3 hlutar fundamanna samþykkja hana. Við brottvikningu glatar félagmaður þeim réttindum, sem honum eru tryggð samkvæmt félagslögum.

Úrsögn eða brottvikning leysir félagsmann ekki frá greiðslum árgjalda eða annarra skuldbindinga við félagið, fyrir þann tíma, sem hann var fullgildur félagi. Heimilt er að innheimta vangoldin gjöld til félagsins með málssókn, ef þörf kerfur.

7. gr. Félagsfundir
Lögmætir félagsfundir hafa æðsta vald milli aðalfunda í öllum málum félagsins, innan þeirra takmarka, sem lögin setja.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í þeim málum, sem til umræðu eru á félagsfundum.
Félagsfundir skulu haldnir, þegar stjórnin telur þess þörf og til þeirra boðað skriflega með minnst viku fyrirvara. Löglegur er fundur, hafi löglega verið til hans boðað. Heimilt er að boða til fundar með styttri fyrirvara en viku og án skriflegs fundarboðs, sé það nauðsynlegt að áliti stjórnarinnar. Fundur, sem þannig er boðað til, er því aðeins lögmætur að mættir séu a.m.k. fimmtungur félagsmanna og þar af séu minnst þrír úr stjórn félagsins.
Kröfu um fund skal senda formanni og skal þar jafnframt getið þeirra mála, sem óskað er að ræða. Slík krafa skal vera undirrituð af minnst fimm félagmönnum. Formanni ber að boða fundinn innan viku frá því krafan barst honum.

8. gr. Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn ár hvert og eigi síðar en í aprílmánuði. Skal til hans boðað skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Verkefni aðalfundar eru þessi:
1. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.
2. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
3. Ákveðin árgjöld fyrir næsta ár
4. Kosin stjórn og varastjórn
5. Kosnir endurskoðendur og einn til vara
6. Kosning í starfsnefndir félagsins
7. Önnur mál samkvæmt fundarboði

9. gr. Árgjald
Félagsmenn skulu greiða árgjöld til félagsins, sem aðalfundur ákveður. Heimilt er að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á árgjöldum, séu þau ekki greidd fyrir eindaga.

10. gr. Skipan stjórnar
Stjórn félagsins skipa fimm menn: formaður, varaformaður, ritari, féhirðir og meðstjórnandi.
Formaður skal kosinn árlega til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, þannig að annað árið eru kosnir varaformaður og félhirðir en hitt árið ritari og meðstjórnandi. Í varstjórn skal kjósa þrjá menn til eins árs í senn. Kosning stjórnar og varastjórnar skal vera skrifleg, sé þess óskað. Sé kosning skrifleg, skulu allir stjórnarmenn, sem ekki eru sjálfkjörnir, kosnir sérstakri kosningu, en varastjórn skal kosin í einu lagi.

11. gr. Heiðursfélagar
Heiðursfélaga getur félagið valið sér, ef ástæða þykir til. Þurfa þeir ekki að taka að sér störf í þágu félagsins, fremur en þeir óska, en hafa öll réttindi sem aðrir félagsmenn.
Heiðursnafnbót leysir þó ekki fyrirtæki það sem heiðursfélagar reka eða starfa fyrir, undan gjaldskyldu til félagsins.

12. gr. Lög félagsins
Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi og verður uppástunga til breytinganna að hafa verið rædd á fundi áður. Lagabreytingin telst samþykkt, ef 2/3 félagsmanna, sem þar eru, samþykkja hana.

Lög þessi voru þannig samþykkt á aðalfundi félagsins 2021.