Félag vinnuvélaeigenda

Félag vinnuvélaeigenda hefur það að markmiði að efla samstarf vinnuvélaeigenda og gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra. 

Félag vinnuvélaeigenda

Félag vinnuvélaeigenda var stofnað árið 1953 og hefur það átt aðild að Samtökum iðnaðarins frá stofnun þeirra árið 1993. Félagið hefur unnið að mörgum og fjölbreyttum baráttumálum sem varða framgang greinarinnar í gegnum tíðina. Þau eru flest tengd verkalýðsmálum, útboðsmálum, tilhögun framkvæmda vítt og breitt um landið og almennu siðferði í vinnubrögðum.  

Félagsmenn hafa jafnan verið eindregnir stuðningsmenn útboða og samninga um verk sem byggjast á samkeppnistilboðum. Starfsemi verktaka eykur hagsæld í landinu en til að svo megi vera þurfa þeir að eiga gott samstarf við stjórnvöld. Vinnubrögð varðandi verkefnaval og útboð þurfa að vera yfirveguð og upplýsingastreymi milli aðila gott. Lykillinn að farsælli þróun verktakastarfsemi er að streymi verkefna sé sem jafnast og komi með skipulegum hætti án tilviljana og óðagots en ekki síður að verktakinn fái sanngjarna greiðslu fyrir unnið verk.

Vefsíða félagsins: www.vinnuvel.is

Tengiliður hjá SI: Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, bjartmar@si.is.

Stjórn

Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn á aðalfundi 2022

 • Óskar Sigvaldason, formaður
 • Vilhjálmur Þór Matthíasson, varaformaður
 • Gísli Elí Guðnason
 • Gunnbjörn Jóhannsson
 • Hreinn Sigurjónsson
 • Ívan Örn Hilmarsson
 • Óskar Guðjónsson
 • Pétur Kristjánsson 

Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn á aðalfundi 2021

 • Óskar Sigvaldason, formaður
 • Vilhjálmur Þór Matthíasson, varaformaður
 • Gísli Elí Guðnason
 • Gunnbjörn Jóhannsson
 • Hreinn Sigurjónsson
 • Ívan Örn Hilmarsson
 • Óskar Guðjónsson
 • Pétur Kristjánsson 

Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn á aðalfundi 2020

 • Óskar Sigvaldason, formaður,
 • Hilmar Guðmundsson, varaformaður
 • Gísli Elí Guðnason
 • Gunnbjörn Jóhannsson
 • Hreinn Sigurjónsson
 • Óskar Guðjónsson
 • Vilhjálmur Þór Matthíasson
 • Pétur Kristjánsson

Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn á aðalfundi 2019

 • Óskar Sigvaldason, formaður,
 • Hilmar Guðmundsson, varaformaður
 • Gísli Elí Guðnason
 • Gunnbjörn Jóhannsson
 • Hreinn Sigurjónsson
 • Óskar Guðjónsson
 • Vilhjálmur Þór Matthíasson
 • Pétur Kristjánsson

Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn á aðalfundi 2018

 • Óskar Sigvaldason, formaður
 • Hilmar Guðmundsson, varaformaður
 • Gunnbjörn Jóhannsson
 • Óskar Guðjónsson
 • Vilhjálmur Þór Matthíasson
 • Hreinn Sigurjónsson
 • Helgi Þorsteinsson

Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn á aðalfundi 2015

 • Haukur Júlíusson, formaður
 • Óskar Sigvaldason, varaformaður
 • Helgi Þorsteinsson
 • Gunnbjörn Jóhannsson
 • Hilmar Guðmundsson
 • Hreinn Sigurjónsson
 • Vilhjálmur Þór Matthíasson

Lög

Lög Félags vinnuvélaeiganda
Stofnað 7. desember 1953

1. gr.

Nafn félagsins er Félag vinnuvélaeigenda. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er aðili að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins.

2. gr.

Tilgangur félagsins

Að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi, öðrum hagsmunasamtökum og hinu opinbera.

Að efla samtök og samstarf félagsmanna og gæta sameiginlegra hagsmuna

Að samræma afstöðu félagsmanna til starfsfólks, er þeir hafa í þjónustu sinni og  tryggja sem best vinnufrið í greininni.

Að vera félagsmönnum vettvangur um allt, er snertir atvinnurekstur þeirra.

Að stuðla að vönduðum rekstri félagsmanna og framförum í greininni í hvívetna

Að vinna að bættri menntun innan starfsgreinarinnar .

3. gr.

Félagsaðild

Félagar geta orðið einstaklingar eða félög sem hafa rekstur vinnuvéla að einhverju eða öllu leyti að atvinnu sinni.

4. gr

Inntaka

Umsókn um inngöngu í félagið skal send skriflega til framkvæmdastjóra eða formanns félagsins. Formaður skal bera inngöngubeiðni undir stjórn á næsta stjórnarfundi þar sem ákveðið verður hvort umsækjanda skuli veitt innganga í félagið.

5. gr.

Úrsögn / brottvikning

Heimilt er að segja sig úr félaginu með skriflegri tilkynningu með sex mánaða fyrirvara. Þó má hvorki segja sig úr félaginu né fara úr því, meðan vinnudeila, sem snertir félagið, stendur.

Stjórn félagsins getur ákveðið brottvikningu úr félaginu vegna vangreiðslu félagsgjalda eða annarra brota á lögum félagsins.  Brottvikningu skal ávallt bera undir næsta félags- eða aðalfund, og skal hún talin fullgild, ef 2/3 hlutar fundamanna samþykkja hana.  Við brottvikningu glatar félagsmaður þeim réttindum, sem honum eru tryggð samkvæmt félagslögum.

Úrsögn eða brottvikning leysir félagsmann ekki frá greiðslum árgjalda eða annarra skuldbindinga við félagið, fyrir þann tíma, sem hann var fullgildur félagi.  Heimilt er að innheimta vangoldin gjöld til félagsins með málssókn, ef þörf krefur.

7. gr.

Félagsfundir

Lögmætir félagsfundir hafa æðsta vald milli aðalfunda í öllum málum félagsins, innan þeirra takmarka, sem lögin setja.

Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í þeim málum, sem til umræðu eru á félagsfundum.

Félagsfundir skulu haldnir, þegar stjórnin telur þess þörf og til þeirra boðað skriflega með minnst viku fyrirvara og telst löglegur, hafi löglega verið til hans boðað.  Heimilt er að boða til fundar með styttri fyrirvara en viku og án skriflegs fundarboðs, sé það nauðsynlegt að áliti stjórnarinnar.  Fundur, sem þannig er boðað til, er því aðeins lögmætur að mættur sé a.m.k. fimmtungur félagsmanna og þar af séu minnst þrír úr stjórn félagsins.

Kröfu um félagsfund skal senda formanni og skal þar jafnframt getið þeirra mála, sem óskað er að ræða.  Slík krafa skal vera undirrituð af minnst 1/5 félagsmanna.  Formanni ber að boða fundinn innan viku frá því að krafan barst honum.

8. gr.

Aðalfundur

Aðalfundur skal haldinn ár hvert og eigi síðar en í aprílmánuði.  Skal til hans boðað skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Verkefni aðalfundar eru þessi:

1.         Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.

2.         Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins

3.         Ákveðin árgjöld fyrir næsta ár

4.         Kosinn formaður; varaformaður og stjórn

5.         Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga

6.         Kosning í starfsnefndir félagsins

7.         Önnur mál samkvæmt fundarboði

9. gr.

Árgjald

Aðalfundur ákveður félagsgjöld. Allir félagsmenn greiða sama félagsgjaldið og hafa jöfn atkvæði.

10. gr.

Skipan stjórnar

Stjórn félagsins skipa 5 til 8 menn: formaður, varaformaður og meðstjórnendur.

11. gr.

Heiðursfélagar

Heiðursfélaga getur félagið valið sér, ef ástæða þykir til.  Þurfa þeir ekki að taka að sér störf í þágu félagsins, fremur en þeir óska, en hafa öll réttindi sem aðrir félagsmenn.

12. gr.

Lög félagsins

Lögum félagsins má ekki breyta nema á aðalfundi, sem boðaður hefir verið með minnst tveggja vikna fyrirvara. Séu greidd ¾ atkvæða með lagabreytingunni, þá er hún lög, hvort sem margir eða fáir hafa sótt fundinn.  Tillögur að lagabreytingum skulu sendar með fundarboði.

13. grein

Nú þykir ráðlegt eða nauðsynlegt að leysa upp félagið og fer þá um tillögur þar að lútandi sem um lagabreytingar. Fundur sá, er samþykkir á lögmætan hátt að slíta félaginu, kveður og á um hvernig ráðstafa skuli eignum þess og greiðslu skulda.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins, sem haldinn var í Reykjavík 7. desember 1953 en breytt: 18. nóvember 1972, 29. maí 1976, 25. apríl 1992, 1. apríl 2006 og 7. október 2020.