Málarameistara­félagið

Málarameistarafélag Reykjavíkur var stofnað þann 26. febrúar 1928 í baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstræti. Stofnfélagar voru 16 að tölu.

Tilgangur félagsins skyldi m.a. vera að efla samvinnu meðal málarameistara og stuðla að menningu og menntun stéttarinnar, gæta í hvívetna hagsmuna félagsmanna og vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera. 

Þessi atriði eru í fullu gildi enn þann dag í dag og má því segja að frumherjarnir hafi skynjað þann tilgang sem svona félag þyrfti að hafa með höndum. Og í dag njótum við góðs af störfum þessara félaga okkar og erum þeim innilega þakklátir fyrir.

Nánari upplýsingar um Málarameistarafélagið eru á vefsíðu félagsins www.malarar.is

Tengiliður hjá SI: Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, thorgils@si.is.

Stjórn

Meðstjórnendur:

Lög:


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.