Samtök arkitektastofa, SAMARK
Arkitektar koma að ráðgjöf við nær alla þætta umhverfis-, skipulags- og byggingamála.
Samtök arkitektastofa voru stofnuð árið 1998.
Fyrirtæki starfandi á sviði arkitektúrs, landslagsarkitektúrs, skipulags og umhverfismótunar geta sótt um aðild að samtökunum.
Tilgangur SAMARK er að gæta hagsmuna félagsmanna, efla samkeppnishæfni og stuðla að bættum starfsskilyrðum innan greinarinnar.
Tengiliður hjá SI: Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, eyrun@si.is.
Stjórn
Stjórn kjörin á aðalfundi 7. maí 2024
- Halldór Eiríksson, formaður, T.ark
- Ásta Birna Árnadóttir, ARKIBYGG
- Freyr Frostason, THG arkitektar
- Þorvarður Lárus Björgvinsson, Arkís
- Þórhildur Þórhallsdóttir, Landmótun
Stjórn kjörin á aðalfundi í maí 2023
- Halldór Eiríksson, formaður, T.ark
- Ástríður Birna Árnadóttir, ARKIBYGG
- Freyr Frostason, THG
- Þorvarður L. Björgvinsson, Arkís
- Þórhildur Þórhallsdóttir, Landmótun
Stjórn kjörin á aðalfundi í maí 2022
- Halldór Eiríksson, formaður, T.ark
- Ástríður Birna Árnadóttir, ARKIBYGG
- Freyr Frostason, THG
- Þorvarður L. Björgvinsson, Arkís
- Þórhildur Þórhallsdóttir, Landmótun
Stjórn kjörin á aukaaðalfundi í desember 2021
- Þorvarður L. Björgvinsson, formaður, Arkís
- Halldór Eiríksson, T.ark
- Aðalheiður Atladóttir, A2F
- Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Landmótun
- Freyr Frostason, THG
Stjórn kjörin á aðalfundi í apríl 2021
- Jón Ólafur Ólafsson, formaður, Batteríið
- Aðalheiður Atladóttir, A2F
- Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Landmótun
- Freyr Frostason, THG
- Þorvarður L. Björgvinsson, Arkís
Stjórn kjörin á aðalfundi í maí 2019
- Jón Ólafur Ólafsson, formaður, Batteríið
- Aðalheiður Atladóttir, A2F
- Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Landmótun
- Freyr Frostason, THG
- Þorvarður L. Björgvinsson, Arkís
Stjórn kjörin á aðalfundi í apríl 2018
- Jón Ólafur Ólafsson, Batteríinu, formaður
- Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Landmótun, meðstjórnandi
- Helgi Mar Hallgrímsson, Arkþingi, meðstjórnandi
Stjórn kjörin á aðalfundi í apríl 2017
- Helgi Már Halldórsson, ASK arkitektar, formaður
- Helgi Már Hallgrímsson, Arkþing arkitektar, gjaldkeri
- Þráinn Hauksson, Landslag, ritari
Lög
Hér er hægt að nálgast lög SAMARK sem samþykkt voru á aðalfundi 21. maí 2019.
Starfssvið arkitekta
Starfssvið félagsmanna SAMARK spannar ráðgjöf við nær alla þætti umhverfis-, skipulags- og byggingamála. Starfssviðinu má skipta niður í þrjú meginsvið:
Hönnun
Í fyrsta lagi hönnun nýbygginga og eftirlit með byggingu þeirra, breytingar og endurhæfingu bygginga, viðhald og endurbætur á eldra húsnæði svo og hönnun innréttinga, torga, garða og útivistarsvæða.
Skipulag
Á sviði skipulags sjá arkitektar m.a. um mat á umhverfisáhrifum og gerð skipulagsáætlana svo sem svæðisskipulag, aðalskipulag sveitarfélaga og deiliskipulag.
Ráðgjöf
Loks er ráðgjöf fjölbreytt starfsemi sem arkitektar annast. Arkitektar gera m.a. húsrýmisáætlanir, skráningartöflur og eignaskiptayfirlýsingar. Við stærri og minni framkvæmdir sjá arkitektar um hönnunarstjórn, útboð og umsjón með þeim, verkefnisstjórn, eftirlit með framkvæmdum, byggingarstjórn og gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlanir. Loks vinna þeir rannsóknir og þróunaráætlanir á sviði skipulags og byggingarmála, annast uppmælingu eldri húsa og gera reyndarteikningar bygginga. Þá gera þeir eldvarnaruppdrætti, aðstoða við efnis- og litaval og hvers kyns ráðgjöf viðvíkjandi hönnun, rekstri og viðhaldi bygginga.
Hlutverk arkitekta
Í nýjum skipulags- og byggingarlögum og byggingareglugerð nr. 441/1998 er kveðið á um ábyrgð og verksvið arkitekta. Þeir bera m.a. ábyrgð á samræmingu allra hönnunargagna og því til staðfestingar er þeim ætlað að undirrita teikningar annarra hönnuða svo sem burðarþols-, lagna- og loftræsiteikningar.
Samkvæmt lögum ber arkitektum að leggja fram sérstakar tryggingar fyrir faglegum störfum sínum og vinnubrögðum.
Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu hefur starfsumhverfi íslenskra arkitekta breyst í grundvallaratriðum. Þeir mæta í vaxandi mæli samkeppni erlendra arkitekta og annarra ráðgjafa á sviði skipulags- og byggingarmála. Jafnframt skapast íslenskum arkitektum ný tækifæri erlendis. Á vettvangi SAMARK vilja arkitektar bregðast sameiginlega við þessum breyttu aðstæðum.
Þegar hefja skal framkvæmdir við húsbyggingu eða aðra mannvirkjagerð er rétt að hafa í huga að góð hönnun borgar sig. Það má fullyrða að ef vandað hefur verið til hönnunar fæst betra mannvirki og ódýrara í stofn- og rekstrarkostnaði þegar upp er staðið.
Arkitekt ber að hafa hagsmuni verkkaupa að leiðarljósi og hann er trúnaðarmaður hans. Þegar arkitekt er ráðinn til starfa hefst náið samstarf og gildir einu hvort um er að ræða íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. Arkitekt og viðskiptavinur hans þurfa strax í upphafi að ræða saman til að ganga úr skugga um að þeir virði skoðanir og hugmyndir hvor annars og geti því unnið saman.
Yfirleitt vinna arkitektar og þeir sem kaupa þjónustu þeirra, sameiginlega að því að ná sem bestum árangri. Sérstaklega þarf að gæta þess, þegar arkitekt leggur fram tillögur, ábendingar og ráð, sem byggð eru á kunnáttu, að í þeim felist ekki yfirgangur. Báðir aðilar þurfa að gæta að því að þeir hafa yfirleitt ólíka reynslu og menntun og þurfa að sýna hvor öðrum biðlund og skilning. Að lokum er rétt að benda á að samskipti arkitekts og viðskiptavina hans eru jafn einföld og jafn vandasöm og öll önnur mannleg samskipti. Þau verða að byggjast á gagnkvæmri virðingu, sanngirni og trúnaði.