Myndbandasafn

Meistarinn.is

7. maí 2021

Til að vekja athygli á vefnum meistarinn.is hefur verið útbúið nýtt myndband sem sýnir mikilvægi þess að fá fagmenntað fólk til að sjá um raflagnir. Á vefnum geta neytendur leitað eftir iðnmeistara ýmist eftir landssvæði eða meistarafélagi. Einnig geta neytendur náð í hagnýtar upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistarafélags SI, verksamninga og annað sem tengist því að fá iðnmeistara til verks. Á vefnum eru iðnmeistarar í 13 aðildarfélögum SI, þar á meðal eru Samtök rafverktaka, SART.

https://vimeo.com/546045649