Tækni- og hugverkaþing SI
Hugverk, hagkerfið og heimurinn var yfirskrift Tækni- og hugverkaþings SI sem haldið var föstudaginn 13. október fyrir fullum sal í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Fjórða iðnbyltingin er skollin á og framundan eru tæknibreytingar sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að viðnáum að grípa þau. Breytingarnar kalla á nýjar áherslur í rannsóknum og þróun þannig að hægtverði að skapa ný viðskiptatækifæri. Til þess þurfum við að virkja hugverk í ótal myndum.Ísland verður að standast alþjóðlega samkeppni og vera virkur þátttakandi í umbreytingunum. Á þinginu verður farið yfir helstu málefni sem fylgja nýjum veruleika og efnt verður til pallborðsumræðna fulltrúa stjórnmálaflokkanna og atvinnulífsins.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndbönd sem sýnd voru á Tækni- og hugverkaþinginu þar sem fram koma stjórnendur íslenskra fyrirtækja og ræða um þá málefni sem brýnust eru í tækni- og hugverkageiranum. Eftirtaldir stjórnendur koma fram í myndböndunum þremur:
- Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi
- Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri NoxMedical
- Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
- Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan
- Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri Carbon Recycling
- Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku
- Dr. Sesselja Ómarsdóttir, forstöðumaður gæðarannsókna hjá Alvotech