Myndbandasafn

Work in Iceland

2. des. 2020

Íslandsstofa og Samtök iðnaðarins hafa sameinast um gerð myndbands sem kynnir hvað Ísland hefur upp á að bjóða fyrir erlenda sérfræðinga sem vilja taka þátt í uppbyggingu hátækni- og hugverkaiðnaðar hér á landi. Myndbandið sem nefnist Work in Iceland var frumsýnt í beinu streymi 2. desember 2020 þar sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flutti ávarp.

Myndbandið er mikilvægt skref í þeirri vegferð að efla markaðssetningu á Íslandi sem ákjósanlegan stað til búsetu og atvinnu. Í myndbandinu er rætt við átta erlenda sérfræðinga frá Marel, Alvotech, CCP og Algalíf sem hafa sest að á Íslandi og segja þeir frá helstu kostum þess að búa og starfa hér á landi. Eitt af lykilskilyrðum fyrir vöxt hugverkafyrirtækja hér á landi er aðgangur að sérfræðiþekkingu og þarf oft á tíðum að leita út fyrir landssteinana að þekkingu og reynslu til að byggja upp stór alþjóðleg tæknifyrirtæki hér á landi.

Hér er hægt að nálgast upptöku frá viðburðinum þar sem myndbandið var frumsýnt:

https://vimeo.com/486383592

 

Hér er hægt að nálgast myndbandið: