Viðburðir
24.04.2018 kl. 8:30 - 10:30 Hótel Reykjavík Natura

Sjálfbær orka og samkeppnisforskot Íslands

Charge - Energy Branding stendur fyrir morgunfundi um sjálfbæra orku og samkeppnisforskot Íslands þriðjudaginn 24. apríl kl. 8.30-10.30 á Hótel Natura. 

Á fundinum verður fjallað um hvernig atvinnugreinar á Íslandi geta nýtt sér hina hreinu orku til þess að þróa jákvæða ímynd og auka þannig virði vara og vörumerkja sinna? Áherslan á fundinum er á ferðaþjónustu, útgerð, framleiðslu og orkugeirann þar sem fjallað verður m.a. um eftirfarandi:

 • Hvernig nýtum við okkur ímynd hreinnar orku?
 • Aukinn ábati af orku án frekari virkjunaráforma
 • Getur Ísland hugsanlega misst sérstöðu sína sem land hreinnar orku?
 • Er sjálfbær orka nóg eða þarf meira til að tengja ímynd fyrirtækja við sjálfbærni?
 • Er hægt að auka arðsemi með sjálfbærni?
 • Skiptir ímynd sjálfbærni máli fyrir neytendur og fjárfesta?

Fyrirlesarar 

 • Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
 • Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls
 • Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims
 • Viggó Örn Jónsson, Creative Director, J&L, sérfræðingur í mörkun
 • Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samorku

Umræðustjóri er dr. Friðrik Larsen, fyrir hönd CHARGE/ HÍ.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.