Viðburðir
Mótum framtíðina saman - kynning á nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland
Samtök iðnaðarins boða til opins fundar í Kaldalóni í Hörpu miðvikudaginn 7. nóvember kl. 8.30-10.00 þar sem ný skýrsla samtakanna um atvinnustefnu fyrir Ísland verður kynnt. Á fundinum verður dregin upp mynd af Íslandi árið 2050 og farið yfir helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum. Kynntar verða fjölmargar tillögur að umbótum sem grípa þarf til ef lífskjör landsmanna eiga áfram að vera með því besta sem þekkist. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.
Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI.
Dagskrá
- Ávarp - Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
- Atvinnustefna - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Framtíðaráskoranir - Pétur Halldórsson, forstjóri Nox Medical, og Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappir grænar lausnir
- Umbætur - Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála SI, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI
- Pallborðsumræður - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland, María Bragadóttir, yfirmaður stefnumótunar hjá Alvotech