Viðburðir
12.03.2019 kl. 8:30 - 9:45 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Bjarg leigufélag kynnir verkefni og framtíðaráform

Bjarg íbúðafélag auglýsir um þessar mundir eftir samstarfsaðilum til að taka þátt í uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Íbúðafélagið hefur af þeim sökum óskað eftir aðkomu Samtaka iðnaðarins við kynningu á umræddri auglýsingu til félagsmanna.

Samtökin efna því til fundar þriðjudaginn 12. mars kl. 8.30 til 9.45 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35  þar sem fulltrúi Bjargs mun fara yfir verkefnið sem og framtíðaráform félagsins. 

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er fundarstjóri. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, verður með framsögu á fundinum og að því loknu verða umræður.

Bókunartímabil er frá 6 mar. 2019 til 12 mar. 2019