Viðburðir
21.05.2019 kl. 12:30 - 17:00 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa

Umbylting í iðnaði - ráðstefna

Manino í samstarfi við Samtök iðnaðarins standa fyrir ráðstefnu um leiðir fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki til að bæta samkeppnishæfni á tímum tækniframfara og krefjandi starfsumhverfis. Ráðstefnan fer fram þriðjudaginn 21. maí í Hörpu kl. 12.30-17.00.

Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru:

Jim Womack, upphafsmaður straumlínustjórnunar (e. lean) og höfundur metsölubókanna The Machine That Changed the World og Lean Thinking sem ollu byltingu í stjórnun fyrirtækja um allan heim.

Karl Wadenstein, eigandi bandaríska framleiðslu- og fjölskyldufyrirtækisins Vibco. Eftir að hafa staðið frammi fyrir alvarlegum vanda í rekstri réðst hann í breytingar á rekstri og sagði sóun innan fyrirtæksins stríð á hendur. 

Bret Watson, er einn af forstjórum alþjóðlega norska fyrirtækisins Jötul. Fyrirtækið hefur á síðustu árum náð eftirtektaverðum árangri með því að innleiða stöðugt umbótaferli í sína framleiðslu. Toyota notar m.a. Jötul sem dæmi um vel heppnaða innleiðingu lean aðferðanna.

Dagskrá
12:30-12:45 Opnunarræða Samtaka iðnaðarins – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
12:45-13:15 Hvað er lean og hvernig hjálpar það iðnaðinum? – Jim Womack
13:15-13:45 Samkeppnisforskot með lean – Bret Watson
13:45-14:15 Förum í stríð við sóun! – Karl Wadensten
14:15-14:30 Umbylting hjá Hringrás – Daði Jóhannesson
14:30-15:00 Kaffipása
15:00-15:30 Lean er vaxtarstefna – Bret Watson
15:30-16:00 Við vinnum þetta með teymum – Karl Wadensten
16:00-16:30 Lean á tímum óvissu og tæknibreytinga – Jim Womack
16:30-16:45 Ákall um aðgerðir! - Pétur Arason Manino lokar ráðstefnunni

Maríanna Magnúsdóttir, Chief Happiness Officer hjá Manino, er fundarstjóri ráðstefnunnar.

Miðaverð er 25.000 kr. og 21.500 kr. fyrir aðila Samtaka iðnaðarins. Á vef Tix er hægt að kaupa miða.