Viðburðir
23.05.2019 kl. 8:30 Grasagarðurinn, Laugardal

Vaxtarsprotinn 2019

Vaxtarsprotinn 2019 verður afhentur í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal fimmtudaginn 23. maí kl. 8.30. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Aðstandendur verkefnisins skipa dómnefnd sem sér um val á þeim fyrirtækjum sem hljóta viðurkenningu og nafnbótina Vaxtarsproti ársins auk þess sem veitt er viðurkenning til sprotafyrirtækja sem hafa náð einum milljarði króna í veltu í fyrsta sinn.

Bókunartímabil er frá 30 apr. 2019 til 23 maí 2019