Viðburðir
12.09.2019 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Norræn fjármögnun grænna verkefna

Kynningarfundur um Nopef (Norræna verkefnaútflutningssjóðinn) og NEFCO (Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið) fer fram fimmtudaginn 12. september kl. 9.00-10.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Íslensk fyrirtæki eiga möguleika á styrkjum og fjármagni til verkefna erlendis sem tengjast umhverfisvænum lausnum. Á fundinum verða hlutverk og starfsemi Nopef og NEFCO kynnt auk þess sem tvö fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við félögin.

Dagskrá

  • Mikael Reims, framkvæmdastjóri Nopef
  • Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingarstjóri NEFCO
  • Þorsteinn Ingi Víglundsson, Thor Ice Chilling Solutions
  • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Carbon Recycling International (CRI)

Mikael og Þórhallur verða einnig til viðtals eftir fundinn fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir.

Á vef Íslandsstofu er hægt að skrá sig.