Viðburðir
14.11.2019 kl. 17:00 Hótel Hérað, Egilsstöðum

Hver ber ábyrgð á mannvirkinu? Fræðslufundur á Egilsstöðum

Samtök iðnaðarins standa fyrir fræðslufundi um ábyrgðir fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17.00 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Á fundinum mun Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI, fara yfir minnisblað sem Ingibjörg Halldórsdóttir, héraðsdómslögmaður, tók saman fyrir samtökin og varðar lagareglur um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Jafnframt verður fjallað um skaðabótaábyrgð vinnuveitenda, starfsábyrgðartryggingar og tímalengd ábyrgða. Fundarstjóri er Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. 

Bókunartímabil er frá 5 nóv. 2019 til 14 nóv. 2019