Viðburðir
15.01.2020 kl. 12:00 - 13:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Félagsfundur MFH

Boðað er til félagsfundar Meistarafélags húsasmiða, MFH, í Húsi atvinnulífsins miðvikudaginn 15. janúar kl. 12.00-13.00. Boðið verður upp á súpu frá kl. 11.30.

Á fundinum munu fulltrúar Reykjavíkurborgar kynna nýtt rafrænt viðmót þar sem sækja á um afnotaleyfi. Sækja þarf um leyfi til afnota af borgarlandi, en til þess teljast allar götur, gangstéttir, stígar, opin svæði, almenningsgarðar og torg. Byggingarframkvæmdir eru ein algengasta ástæða þess að sækja þurfi um afnot af borgarlandinu. Þá er átt við byggingaframkvæmdir eða annarskonar mannvirkjagerð sem lóðarhafar og/eða fasteignaeigendur standa fyrir auk margvíslegra viðhaldsverkefna.

Bókunartímabil er frá 19 des. 2019 til 15 jan. 2020