Viðburðir
20.01.2020 kl. 14:30 Valka, Vesturvör 29, Kópavogi

Ár nýsköpunar 2020

Félagsmönnum SI er boðið á viðburð þar sem Ári nýsköpunar 2020 verður ýtt úr vör mánudaginn 20. janúar kl. 14.30 í Vesturvör 29 í Kópavogi þar sem starfsemi hátæknifyrirtækisins Völku fer fram. Samtök iðnaðarins tileinka árið 2020 nýsköpun og vilja samtökin þannig leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar fyrir framfarir í íslensku atvinnulífi. Með því að styðja við umgjörð og hvata til nýsköpunar í nýjum og rótgrónum fyrirtækjum eflum við samkeppnishæfni Íslands til framtíðar.

Bókunartímabil er frá 10 jan. 2020 til 20 jan. 2020