Viðburðir
05.02.2020 kl. 8:30 - 11:30 Norðurljós í Hörpu

Menntadagur atvinnulífsins - Sköpun

Sköpun er yfirskrift Menntadags atvinnulífsins sem fram fer í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 5. febrúar kl. 8.30-11.30. Um er að ræða árlegan viðburð sem Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu standa að. Á Menntadegi atvinnulífsins verður fjallað að þessu sinni um sköpun í íslensku atvinnulífi og menntakerfi út frá fjölmörgum sjónarhornum og er dagskráin ætlum fyrir alla sem hafa áhuga á sköpun, menntamálum og þróun.

Hér er hægt að skrá sig.

DAGSKRÁ

Kl. 8.30-10

  • Upphaf - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
  • Skapandi starfsumhverfi - Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt og verkefnastjóri Austurbakka hjá Landsbankanum.
  • Lífeðlisfræðin og sköpun - Birna Kristrún Halldórsdóttir, ráðgjafi og vottaður LEGO SERIOUS PLAY leiðbeinandi hjá Attentus.
  • Leikreglur í skapandi umhverfi - Dóra Jóhannsdóttir, leikkona, handritahöfundur og spunakona.
  • Skapandi eða apandi? - Áslaug Baldursdóttir, kennari, hönnuður, ritstjóri og margt fleira.
  • Er fyrirtækjarekstur listform? - Pétur Arason, frumkvöðull hjá Manino.
  • Hönnunarhugsun í nýsköpun - Ívar Þorsteinsson, leiðtogi viðskiptaþróunar, viðskiptatengsla og markaðsstarfs hjá Kolibri.
  • Með hjartað á réttum stað! - Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
  • Hvað er sköpun? - Markús Þór Andrésson, deildastjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur.
  • Menntaverðlaun atvinnulífsins - Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020.

Kl. 10-10.30 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna fjölbreytt nám og þjónustu á menntatorgi.

Kl. 10.30-11.30

Málstofa

  • Að vinna markvisst með sköpun í menntun og á vinnustaðnum - Camilla Uhre Fog, skólastjóri International Scool of Billund og fyrrum stjórnandi hjá Lego Foundation.
  • Lesblinda - Sylvía Melsted, frumkvöðull og tónlistarkona, ásamt gestum.

Hér er hægt að skrá sig.