Viðburðir
12.02.2020 kl. 14:00 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa

Framleiðsluþing SI 2020

Yfirskrift Framleiðsluþings SI 2020 er Áskoranir og tækifæri í íslenskum framleiðsluiðnaði. Á þinginu sem haldið verður í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 12. febrúar kl. 14 verður kastljósinu beint að helstu áskorunum sem íslensk framleiðslufyrirtæki standa frammi fyrir um þessar mundir. Horft verður sérstaklega til tækifæra í nýsköpun í umhverfis- og loftslagsmálum. Ný hugsun og ný tækni geta ráðið úrslitum um framtíðarvöxt framleiðsluiðnaðar á Íslandi.

Dagskrá

  • Setning – Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Áskoranir og sóknarfæri í iðnaði – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Nýsköpun eða framleiðsla – Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi
  • Árangur í umhverfis- og loftslagsmálum – Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, starfandi stjórnarformaður, Prentmet Oddi
  • Loftslagsmál – framtíðarsýn – Þorsteinn Hannesson, framkvæmdastjóri sérverkefna hjá Elkem Ísland
  • Umhverfisvandamál eða viðskiptatækifæri? – Sunna Gunnars Marteinsdóttir, markaðsstjóri MS
  • Sjálfbær framleiðsla framtíðarinnar? – Guðlaug Kristinsdóttir, stjórnarformaður, Límtré Vírnet
  • Minni losun - meiri hagsæld – Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs
  • Horft til framtíðar – umræður – Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Einar Snorri Magnússon forstjóri CCEP, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Álklasans
  • Fundarstjórn – Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP og formaður Framleiðsluráðs SI

Boðið verður upp á léttar veitingar og tengslamyndun að þingi loknu. Litla Íslands verður á staðnum.

Bókunartímabil er frá 18 des. 2019 til 12 feb. 2020