Viðburðir
22.09.2020 kl. 12:00 - 14:00 Rafrænn fundur

Aðalfundur SAMARK

Aðalfundur Samtaka arkitektastofa, SAMARK, verður haldinn þriðjudaginn 22. september kl. 12.00-14.00. Í ljósi aðstæðna verður fundurinn haldinn með rafrænum hætti. Fundargestir fá hlekk í tölvupósti 22. september til að komast inn á fundinn.

Skráningu á fundinn þarf að vera lokið í síðasta lagi mánudaginn 21. september kl. 12.00. Ástæðan er sú að staðfesta þarf að fundargestir séu örugglega félagar í SAMARK. Skráningarhlekkur er hér fyrir neðan.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Ávarp formanns SAMARK

2. Skýrsla stjórnar SAMARK um störf félagsins á liðnu starfsári

3. Reikningsskil og áætlun um tekjur og gjöld næsta starfsárs

4. Lagabreytingar

5. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga félagsins

6. Kosning nefnda

7. Önnur mál

Bókunartímabil er frá 14 sep. 2020 til 22 sep. 2020