Viðburðir
20.10.2020 kl. 9:00 - 10:00 Rafrænn fundur

Hugverka- og tækniréttur - Schrems II

Rafrænn fundur verður haldinn fyrir félagsmenn SI um nauðsynlegar aðgerðir í kjölfar dóms Evrópudómstólsins - Schrems II þriðjudaginn 20. október kl. 9.00-10.00.

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á LEX lögmannsstofu og sérfræðingur í hugverka- og tæknirétti, mun halda fyrirlestur um áhrif nýfallins dóms Evrópudómstólsins, Schrems II, sem varðar lögmæti miðlunar Facebook á persónuupplýsingum frá netþjónum á Írlandi til Bandaríkjanna. Ljóst er að skapast hefur talsverð óvissa í kjölfar dómsins hvað varðar miðlun persónuupplýsinga til Bandaríkjanna, m.a. fyrir tilstilli skýjalausna. Fundarstjóri verður Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI.

Að fyrirlestrinum loknum verður opnað fyrir fyrirspurnir.

Þeir sem skrá sig fá sendan Zoom-hlekk á fundinn.

Bókunartímabil er frá 12 okt. 2020 til 20 okt. 2020