Viðburðir
04.11.2020 kl. 15:00 - 16:00 Rafrænn fundur

Nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð - Arkio

Yngri ráðgjafar, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, standa fyrir rafrænni fundaröð um nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð í október og nóvember. Þeir sem skrá sig fá sendan Zoom-hlekk fyrir fundinn. 

Fundur um Arkio

Miðvikudagur 4. nóvember kl. 15.00-16.00.

Kynnir: Hilmar Gunnarsson, stofnandi Arkio

Arkio er hönnunarhugbúnaður sem gerir hönnuðum kleift að hanna byggingar eða borgarskipulag með einföldum hætti með VR og AR tækni.

Bókunartímabil er frá 19 okt. 2020 til 4 nóv. 2020