Viðburðir
25.11.2020 kl. 9:00 - 10:00 Rafrænn fundur

Nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð - BIM

Yngri ráðgjafar, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, standa fyrir rafrænni fundaröð um nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð í október og nóvember. Þeir sem skrá sig fá sendan Zoom-hlekk fyrir fundinn. Um er að ræða þrjá fundi:

  1. Fundur um Planitor
  2. Fundur um Arkio
  3. Fundur um BIM 

Fundur um BIM 

Miðvikudagur 25. nóvember kl. 09.00-10.00.

Kynnar: Stjórnarmenn BIM Ísland: Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa, og Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak.

Upplýsingalíkön mannvirkja er íslenska heitið á hugtakinu Building Information Modeling (BIM). Þetta er aðferðafræði við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja þar sem hönnuðir setja upp rafræn, þrívíð og hlutbundin líkön af mannvirkjum. Eitt af markmiðunum með notkun BIM er að samþætta hönnunarferli mannvirkja og hönnunargögn betur til að auka gæði, nákvæmni og áreiðanleika þeirra. Allir aðilar verkefnis vinna með rafrænar samræmdar upplýsingar í sameiginlegu upplýsingalíkani.

Bókunartímabil er frá 19 okt. 2020 til 25 nóv. 2020